23/12/2024

Hamingjubolir komnir í sölu

Hamingjudagar á Hólmavík nálgast nú óðfluga og dagskráin byrjuð að taka á sig mynd eins og sjá má á fréttum á vefnum www.hamingjudagar.is. Búið er að ákveða að hljómsveitin PKK spili á dansleik á laugardegi og Heiða Ólafs verði gestasöngvari, að Hundur í óskilum troði upp á laugardegi og einnig mæta Tóti tannálfur, Jósafat mannahrellir og trúðarnir Búri og Bína á svæðið. Þá eru nýir Hamingjubolir komnir í sölu á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og eru fáanlegir í svörtu og hvítu. Einnig er eitthvað til af bolum í hverfalitunum.

Verð á hamingjubolum í barnastærðum frá 3-4 ára og upp í 12-13, er 1.000.- kr. Fullorðinsstærðir S-XXL kosta 1.200.- og bolir með kvensniði eru á 1.500.-

 

Nýju hamingjubolirnir eru algjört æði, segja þeir sem gerst þekkja til í tískuheiminum!