26/12/2024

Hamingjubolir í sölu

Nú eru komnir í sölu hamingjubolir og merki í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin verður dagana 30. júní – 3. júlí næstkomandi. Bolirnir eru hvítir með merki hátíðarinnar í ýmsum litum. Kostar bolur fyrir fullorðna kr. 1.000.- en kr. 500 í barnastærðum. Einnig eru komin hamingjudagamerki sem kosta kr. 200.- Bæði bolir og merki eru til sölu á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík sem er opin á milli 9:00-20:00 alla daga. Þar fæst líka diskur með sigurlaginu Kristjáns Sigurðssonar úr samkeppni um lag fyrir Hamingjudagana.