Bæjarhátíð Strandabyggðar, Hamingjudagar á Hólmavík, verður kynnt á næsta súpufundi Þróunarsetursins á Café Riis á Hólmavík á fimmtudaginn kemur. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga mun segja frá hátíðinni og væntanlega koma upplýsingum á framfæri um hátíðina sem er framundan í sumar. Súpufundurinn verður að venju sendur út í beinni á netinu og hægt er að mæta á fundinn hvaðan sem er á tengli sem birtist á strandir.saudfjarsetur.is rétt fyrir kl. 12:00 á fundardag. Hamingjudagar á Hólmavík hafa verið haldnir árlega frá árinu 2005 og eiga því 5 ára afmæli í sumar. Smellið hér til að tengjast við fundinn.