Hamingjudagar á Hólmavík hafa byrjað vel og fjöldi fólks er mættur á svæðið og bílar streyma að. Hátíðin hófst í gær í blíðskaparveðri og var einn af fyrstu atburðunum ratleikur um Hólmavík. Kepptu þar fimm lið og hlupu sem mest þau máttu frá Íþróttahúsinu, að vitanum, skólanum, kirkjunni og minnisvarðanum um Stefán frá Hvítadal áður en þau fundu hamingjuna.
Ljósm. Jón Jónsson