23/12/2024

Hamborgarhryggur vinsæll

Annarri könnuninni hér á vefnum er lokið, en hún snérist um hvað lesendur vefjarins strandir.saudfjarsetur.is ætluðu sér að borða á aðfangadag. Langflestir höfðu hamborgarhrygg á borðum, en léttreyktur lambahryggur var líka vinsæll og hangikjöt og lambasteik. Rjúpan tók mikið stökk undir það síðasta en þau atkvæði komu flest úr sömu tölvunni þannig að það er nú varla marktækt. Flokkurinn annað vekur auðvitað forvitni með 21 atkvæði – er þetta dádýrakjöt eða uxahali, nautatunga eða grillaður humar, gæsabringur eða endur?

Kannanir sem þessar eru auðvitað fyrst og fremst til gamans, en við bendum lesendum okkur á að við sjáum IP-tölur þeirra sem taka þátt í þeim og líka hjá þeim sem senda pósta inn á spjallið og getum því komist að því úr hvaða tölvu svör eru send. Svörin skiptust annars á eftirfarandi hátt:

 

Hamborgarhrygg
123   40.9%
 
Rjúpu
37   12.3%
 
Léttreyktan lambahrygg
36   12%
 
Lambasteik
22   7.3%
 
Annað
21   7%
 
Hangikjöt
21   7%
 
Svínakjöt
15   5%
 
Hreindýrakjöt
11   3.7%
 
Kalkún
9   3%
 
Nautasteik
6   2%