30/10/2024

Hákarlahjallur endurnýjaður

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is brá sér í ferð norður á Bala á dögunum og rakst þá á Guðjón Kristinsson frá Dröngum og þrjá sveina hans eða þræla eins og hann kallar starfsmenn sína jafnan. Þeir voru að hlaða upp hákarlahjall við bæinn Asparvík á Bölum og kláruðu það í miðnætursólinni að kvöldi 23. júní. Það er Magnús Ólafs Hansson frá Hólmavík, nú búsettur í Bolungavík, sem er einn af forsvarsmönnum þessa verkefnis og hefur áður staðið fyrir því að hlaðinn var upp hákarlahjallur í Hamarsbæli í grennd við Drangsnes.

frettamyndir/2006/580-hjallur-aspar5.jpg

bottom

1

Hjallurinn, Guðjón og sveinarnir – Ljósm. Árni Þór Baldursson