22/12/2024

Hagvöxtur á heimaslóð – Strandir

Nú stendur sem hæst skráning í þróunarverkefnið Hagvöxtur á heimaslóð – Vestfirðir og Strandir. Um er að ræða þróunarverkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á afmörkuðu landssvæði. Verkefnið á Vestfjörðum og Ströndum hefst með 3ja daga vinnufundi 13.-15. janúar næstkomandi. Annar vinnufundur verður haldin helgina 10.-12. febrúar og sá þriðji og síðasti 3.-5. mars. Örfá sæti eru enn laus og þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á gudjon@utflutningsrad.is fyrir föstudaginn 9. desember til að skrá þátttöku.

Samstarf innan svæða (smærri og stærri), frumkvæði, fagmennska og markhópamiðuð markaðssetning eru lykilatriði í HH-verkefninu. Hagvöxtur á heimaslóð er verkefni fyrir þá sem vilja ná betri árangri, vera leiðandi á sínu sviði og trúa á framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu.

Þátttökugjald er 95.000 kr. Innifalið er þátttaka fyrir tvo frá hverju fyrirtæki, fyrirlestrar, fræðsla, sérfræðiráðgjöf (allt að 10 kls) auk fæði og gistingar á vinnufundum. Einnig er innifalið dagsnámskeið fyrir almenna starfsmenn þátttökufyrirtækjanna sem haldið verður í maí 2006. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjórinn, Guðjón Svansson.