30/10/2024

H-listinn fundar um framboðsmál

Vefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur borist tilkynning um að forsvarsmenn H-listans í Hólmavíkurhreppi ætli að hittast og ráða ráðum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í kvöld. Eysteinn Gunnarsson ætlar ekki að gefa kost á sér ofarlega á listann og líklegt er að Kristín S. Einarsdóttir geri það ekki heldur, en þau hafa bæði verið fastamenn í hreppsnefnd síðasta kjörtímabil fyrir listann. Fundurinn í kvöld verður heima hjá Eysteini og hefst kl. 20:00. Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér eða koma að undirbúningsstarfi eru hvattir til að hafa samband við annað hvort Kristínu eða Eystein.