22/12/2024

Guðjón Þórólfsson sigraði í hástökki

Á Meistaramóti Íslands 12-14 ára í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni helgina 3-4 mars 2007 keppti einn keppandi í nafni Héraðssambands Strandamanna (HSS). Þar var á ferðinni Guðjón Þórólfsson á Hólmavík sem keppti í hástökki í flokki 14 ára drengja og gerði hann sér lítið fyrir og sigraði með miklum yfirburðum. Guðjón vippaði sér yfir 1,75 metra eða 10 sentimetrum hærra en sá sem varð í 2. sæti.