22/12/2024

Guðjón Rúdolf með útgáfutónleika á Laugarhóli

Bjarnfirðingurinn heimskunni, Guðjón Rúdolf, sýnir sveitungum sínum þann heiður að halda tónleika í tilefni af útgáfu nýjustu hljómplötu sinnar, Regnbogi, á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, föstudagskvöldið 13. maí kl. 21:00. Hljómsveitin Dularfulla Stjarnan leikur með Gauja á tónleikunum en hún er skipuð úrvals tónlistarmönnum, auk Guðjóns Rúdolfs Guðmundssonar eru í hljómsveitinni þeir Þorkell Atlason – gítar, Júlíus ólafsson – söngur og gítar, Árni Kristjánsson – gítar, Eiríkur Stephensen – sax, Björn Erlingsson – bassi og Bjarni Friðrik Jóhannsson – trommur.

Aðgangseyrir er aðeins 1.000 kr. og nú er bara um að gera að láta ekki þennan einstaka tónlistarviðburð fram hjá sér fara. Miða- og borðapantanir hjá Einari hótelstjóra í síma 698 5133 eða með tölvupósti á laugarholl@laugarholl.is.  Allir velkomnir. 

Í tilefni af útgáfutónleikunum býður Hótel Laugarhóll upp á tveggja rétta kvöldverð, gistingu, morgunverð, sund og að sjálfsögðu miða á tónleikana á einstökum vildarkjörum:

•  10.000 kr. fyrir einn í herbergi án baðs ásamt kvöld- og morgunverði, sundferð og miða á tónleikana
•  16.000 kr. fyrir tvo í herbergi án baðs ásamt kvöld- og morgunverði, sundferð og miða á tónleikana
• 12.000 kr. fyrir einn í herbergi með baði ásamt kvöld- og morgunverði, sundferð og miða á tónleikana
• 20.000 kr. fyrir tvo í herbergi með baði ásamt kvöld- og morgunverði, sundferð og miða á tónleikana.

Einnig er boðið uppá tveggja rétta kvöldverð og tónleika án gistingar. Verð 4800 kr. Vinsamlegast pantið fyrirfram, í síðasta lagi fimmtudaginn 12. maí.