22/12/2024

Guðjón annar á Meistaramóti Íslands

Strandamaðurinn Guðjón Þórólfsson á Hólmavík lenti í öðru sæti í keppni í hástökki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem haldið var í Laugardalshöll um helgina. Hann stökk 1,83 eða sömu hæð og sigurvegarinn, en í fleiri tilraunum. Er árangurinn persónuleg bæting upp á 8 sentimetra hjá Guðjóni sem var eini keppandi Héraðssambands Strandamanna á mótinu. Eins og flestir vita þá sigraði Guðjón í sínum flokki á Meistaramótinu í fyrra. Frá þessu er greint á heimasíðu HSS – www.123.is/hss.