22/12/2024

Guðbjartur sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Guðbjartur Hannesson skólastjóri á Akranesi varð í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi sem fór fram um helgina með 477 atkvæði. Karl Matthíasson á Grundarfirði fékk 552 atkvæði í 1.-2. sætið, Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki 582 atkvæði í 1.-3. sæti og Sigurður Pétursson á Ísafirði 790 atkvæði í 1.-4. sæti. Það voru 1668 manns sem greiddu atkvæði í prófkjörinu og voru 69 seðlar auðir og ógildir. Guðbjartur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálastarfi á Akranesi um árabil og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann var meðal annars formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar.

Guðbjartur hefur setið í bankaráði Landsbanka Íslands og Heritable banka í London. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands. Hann stýrði um tíma svæðisráði fatlaðra, vann að skipulagsmálum og hefur átt sæti í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.