22/12/2024

GSM samband í Lágadalnum

Í síðustu viku var settur í gang annar GSM-sendir á Steingrímsfjarðarheiði og næst nú samband víðar á heiðinni vestanverðri. Þetta verkefni var hluti af fyrsta áfanga af uppbyggingu GSM-kerfisins á stofnvegum. Ekki hefur enn verið hafist handa við uppbyggingu í öðrum áfanga og um daginn var í fréttum að talið væri að lægstbjóðandi í verkefnið réði ekki við það. Því er óljóst hvenær vinnan við annan áfanga hefst, en í öllu falli er útséð með að GSM-væðingu stofnveganna ljúki að mestu á þessu ári sem nú er að renna sitt skeið eins og sagt hefur verið opinberlega og líklega verður verkefninu ekki lokið í lok næsta árs heldur. Eftir það eru framundan ærin verkefni við GSM-væðingu annarra vega og byggða.