22/12/2024

Grindhvalir í höfninni á Hólmavík

grindhvalir, Hólmavíkurhöfn

Hópur af grindhvölum hefur svamlað um Steingrímsfjörðinn í dag og komið býsna nálægt landi á Hólmavík fyrir utan Hafnarbrautina. Hvalahópurinn kom svo inn á Hólmavíkurhöfn seinni partinn og synti þar um, gestum og gangandi til mikillar skemmtunar, enda ekki oft sem hvalaskoðun fer fram af bryggjunni. Höfðu bæði heimamenn og ferðafólk gaman af. Nokkrir smábátar stýrðu hvölunum svo aftur út úr höfninni um kvöldmatarleytið, en hópurinn virtist rólegur og frekar auðvelt að smala honum til og frá.

grindhvalir grindhvalir grindhvalir grindhvalir grindhvalir

Grindhvalir á Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson