23/12/2024

Gríðarleg hálka í Árneshrepp

Gríðarleg hálka er á vegum innansveitar í Árneshreppi og á leiðinni þangað úr Bjarnarfirði, eins og sjá má á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Bras hefur verið á flugi á Gjögur í vikunni og því frestað bæði á mánudag og fimmtudag um einn dag, í fyrra skiptið vegna þoku og í seinna skiptið vegna hvassviðris syðra. Landsflug flýgur tvisvar í viku milli Gjögurs og Reykjavíkur á mánudögum og fimmtudögum og með fluginu koma vörur og póstur.