26/12/2024

Góugleði á laugardaginn

Árleg Góugleði á Hólmavík verður haldin næsta laugardag, þann 18. mars. Stífar æfingar hafa staðið yfir hjá góunefndinni undanfarnar vikur og mánuði, en lekið hefur út að skemmtiatriðin verði í grófari kantinum þetta árið og einnig var laumað að okkur mynd af æfingu. Mikil aðsókn er að góunni í ár, en þó eru örfá sæti ennþá laus. Þau má tryggja sér með því að hafa samband við Bjössa Péturs (s. 892-4687) eða Munda Páls (s. 893-1140). Forsala aðgöngumiða verður á miðvikudaginn frá 17:00-19:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Góunefndin leggur á ráðin