22/12/2024

Gott kartöfluár framundan

Sverrir Guðbrandsson og Rósa Þórðardóttir voru á dögunum að setja niður kartöflur í kartöflugarðinum í Skeljavík, þegar barnabarnið Gunnar Logi Björnsson smellti af þeim meðfylgandi myndum. Þórður Sverrisson var með þeim til aðstoðar í garðinum að venju. Draumspakir Strandamenn spá góðri kartöfluuppskeru í haust og eftir að þá dreymdi fyrir hafísnum í fyrravetur þorir enginn að efast um að þeir hafi rétt fyrir sér.

Ljósm. Gunnar Logi