22/11/2024

Gönguferð og blómagreining á Degi hinna villtu blóma

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Dagur hinna villtu blóma er sunnudaginn 15. júní næstkomandi og á Ströndum verður farið í hefðbundna gönguferð með blómaskoðun. Farið verður frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, 12 km sunnan Hólmavíkur, kl. 13:30 og genginn Kirkjubólshringurinn (4,8 km, hækkun 220 m). Gangan er við allra hæfi og blóm verða skoðuð og greind á leiðinni. Allir eru velkomnir með í gönguna. Leiðsögumaður í göngunni er Hafdís Sturlaugsdóttir sem tók meðfylgjandi mynd af eyrarrós.