22/12/2024

Golfmót og fleira á Hamingjudögum

Nú styttist í að Hamingjudagar á Hólmavík hefjist og fjölmargt verður þar um að vera. Golfarar þurfa að fara að pússa settið því Átthagafélag Strandamanna mun halda sitt árlega golfmót á Hamingjudögunum. Mótið fer fram á Hólmavík og hefst sunnudaginn 2. júlí kl. 13.00.  Ræst verður út á öllum teigum samtímis. Þáttaka tilkynnist til Birnu og Guðmundar Viktors í síma 451-3177, 892-3577 eða á netfangið Viktor@simnet.is.

Hamingjublöðrur, hamingjubolir og hamingjuplaköt eru fáanleg í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík eins og fram kemur á vef hátíðarinnar, www.hamingjudagar.is, og eru heimamenn hvattir til að kíkja þangað og ná sér í það sem hugurinn girnist. Einnig er að koma út bæklingur sem inniheldur m.a. dagskrá Hamingjudaga og fleiri upplýsingar um hátíðina.