22/12/2024

Golfmót á þriðjudaginn

Héraðssamband Strandamanna auglýsir golfmót sem haldið verður á Skeljavíkurvelli næstkomandi þriðjudag, 22. júní. Öllum sem skráðir eru í aðildarfélög HSS gefst nú tækifæri á að koma saman og safna stigum fyrir sitt félag og njóta kvöldsins í góðra vina hópi. Mótið hefst stundvíslega kl. 19:00 og verða spilaðar 9 holur. Skráning gefur Steinar Ingi og sér jafnframt um skráningar. Hægt er að ná í hann í s. 867-1816 eða steinar_raudi@hotmail.com.