22/12/2024

Góð þátttaka í Sævangshlaupi

hlaup1

Fín þátttaka var í Sævangshlaupinu sem Hlaupahópurinn Margfætlurnar á Hólmavík stóð fyrir í morgun. Hlaupið var frá íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, rúmlega 11 kílómetra leið, og út í Sævang og tóku alls 13 manns þátt í hlaupinu. Á Sauðfjársetrinu í Sævangi var síðan á boðstólum súpa og kaffi fyrir hópinn og aðstandendur. Veðrið var fínt og viðburðurinn allur gekk ljómandi vel fyrir sig.