22/12/2024

Góð þátttaka á leiklistarnámskeiði á Hólmavík

Í dag hefjast leiklistarnámskeið á Hólmavík og standa næstu vikuna. Þátttakendum er skipt í þrjá aldurshópa. Góð þátttaka er á námskeiðinu, en leiðbeinandi er Smári Gunnarsson leikari frá Hólmavík. Það er gaman að leika og trúðleikur, sköpun, leikhússport og karaktersköpun eru á dagskránni. Námskeiðin eru bæði hugsuð fyrir þá sem enga reynslu hafa og lengra komna, en reynt verður að stuðla að framförum hvers og eins.