22/12/2024

Glímukappar á Hólmavík

Í tengslum við Hamingjudagana og Hagyrðingakvöldið á Hólmavík ætla glímukappar að mæta á Hólmavík á fimmtudaginn 30. júní og kynna glímu. Þarna eru á ferðinni Rögnvaldur Ólafsson, Hjálmur Sigurðsson fv. glímukóngur Íslands og fleiri kappar og stendur Héraðssamband Strandamanna fyrir glímunni. Fer kynningin fram í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík og hefst kl. 17:00. Væntanlega verður svo skellt upp móti eftir að menn hafa tekið létta æfingu. Allir eru velkomnir, bæði börn og fullorðnir.