22/11/2024

Gleðitíðindi af fjarskiptamálum

.Samkvæmt frétt á mbl.is í dag eiga allir landsmenn að geta tengst háhraðaneti árið 2007, samkvæmt fjarskiptaáætlun fyrir árabilið 2005–2010 sem samgönguráðherra lagði fram og ríkisstjórnin hefur samþykkt. Áætlunin tekur mið af þróun tækni sem gerir fjarskiptum, tölvutækni og fjölmiðlun kleift að renna saman. Í henni kemur fram að háhraðatengingar til einstaklinga, menntastofnana og fyrirtækja verða efldar jafnt og þétt næstu fimm árin. Einnig á að auka aðgengi að GSM-farsímaþjónustu á hringveginum og helstu stofnvegum, ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum þegar á næsta ári.

Einnig er stefnt er að því að allir landsmenn hafi aðgang að gagnvirku stafrænu sjónvarpi og að strax á þessu ári verði í boði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. Þá gerir fjarskiptaáætlun ráð fyrir að útvarpað verði stafrænt um gervihnött um allt land og næstu mið.

Ljóst er að landsbyggðarmenn allir hljóta að bíða spenntir eftir framkvæmd þessara hugmynda sem hljóta að teljast merkasta framför í byggðamálum síðustu áratugina, ef ekkert er í smáa letrinu um að dreifðar byggðir eigi að bera af þessu meiri kostnað en aðrir landsmenn. Eftir raforkulög byggðamálaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og afleiðingar þeirra fyrir dreifbýlið og köld svæði hljóta menn eðlilega að hafa varann á.