22/12/2024

Gleði og gaman á þorrablóti á Hólmavík

640-torri2

Það var mikið fjör á þorrablóti á Hólmavík í gær, ljómandi góður matur frá veitingastaðnum í þorpinu, Café Riis, þétt og góð skemmtiatriði og hljómsveitin Úlrik stóð fyrir sínu og hélt uppi góðu stuði á dansleiknum. Á Hólmavík er hefðin sú að konurnar sjá alfarið um þorrablótið og er skipuð 8-10 kvenna nefnd hverju sinni. Ný nefnd er kosin kynnt á hverju þorrablóti og þannig veltur keflið áfram ár eftir ár. Á móti sjá karlar um Góugleði síðar um veturinn en sú skemmtun er mjög með sama sniði og þorrinn, þó að frátöldum matnum, sem skiptir miklu máli að sé vel súr á þorranum. Ávallt eru frumsamin og leikin skemmtiatriði og þótti leikþátturinn nú óvenju þéttur og vel æfður. Þar er gert grín að Strandamönnum og atburðum liðins árs og stundum gengið mjög fast fram í gríninu. Nefndarvísur þar sem ort er á gamansaman hátt um nefndarkonurnar sjálfar eru jafnan sungnar til skemmtunar, svo ekki sé hægt að segja að nefndin fá ekki sinn skerf af gríninu. Fréttaritari tók allmargar myndir af skemmtiatriðunum, en eins og venjulega var myndavél strandir.saudfjarsetur.is hins vegar lögð á hilluna þegar dansinn hófst.

640-torri24 640-torri25 640-torri26 640-torri3 640-torri4 640-torri5 640-torri7 640-torri8 640-torri9 640-torri6 640-torri23 640-torri22 640-torri21 640-torri20 640-torri2 640-torri19 640-torri18 640-torri17 640-torri16 640-torri15 640-torri1 640-torri10 640-torri11 640-torri12 640-torri13 640-torri14

Þorrinn á Hólmavík – ljósm. og texti Jón Jónsson