23/12/2024

Gjafavöruverslunin Ás hættir starfsemi

Gjafavöruverslunin Ás á Hólmavík hefur í hyggju að hætta starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiganda búðarinnar, Sigfríð Berglindi Thorlacius, sem segir að versluninni verði lokað á næstu dögum. Ástæðan fyrir lokuninni eru að sögn Sigfríðar breyttar aðstæður, en hún bendir fólki eindregið á að koma og birgja sig upp af gjafavöru, t.d. afmælisgjöfum og vera snemma í að kaupa jólagjafirnar þetta árið; hún ætli sér að losna við þær vörur sem til eru í búðinni. Búðin verður meðal annars opin næsta sunnudag frá 13-17. 

Ef einhver hefur áhuga á að kaupa lager verslunarinnar og hefja rekstur er hann til sölu, en Sigfríð segir að rekstur verslunar sé alveg að gera sig fyrir aðila sem getur haft reglulegan opnunartíma. Verslunin var opnuð í september 2006 og þar hefur verið á boðstólum vönduð gjafavara fyrir fólk á öllum aldri.