22/12/2024

Gísli á Uppsölum heimsækir Strandir

gisliuppsolum

Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir fimmtudagskvöldið 27. október og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson, hinn kraftmikla Gretti og hápólitíska gamanleikinn Heilsugæslan. Höfundar leiksins um Gísla á Uppsölum eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason á Uppsölum. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur, rétt eins og saga söguhetjunnar.

Miðasölusími er 891 7025 og hægt er að fræðast frekar um sýninguna á Facebook.