22/12/2024

Giljagaur og Pottaskefill heimsóttu Lækjarbrekku

Það hefur ekki verið kjörveður fyrir jólasveina á Ströndum undanfarið, hvassviðri, umhleypingar og lélegt sleðafæri. Þeir Giljagaur og Pottaskefill létu veðrið þó ekki á sig fá fimmtudaginn 21. desember þegar þeir kíktu í heimsókn á leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík, en þar var jólaball í fullum gangi. Að sjálfsögðu varð uppi fótur og fit meðal barnanna sem tóku afar vel á móti ferðalúnum sveinunum. Þeim var strax skellt í villtan dans í kringum jólatréð sem börnin höfðu skreytt áður en allir viðstaddir fengu afhentar gjafir úr poka sem sveinarnir höfðu meðferðis. Gítarleikarinn Bjarni Ómar Haraldsson átti enga gjöf í pokanum og fékk því afhentar skítugar brækur af Stúfi.

Börnin kvöddu síðan þá bræður með virktum, en áður en þeir hurfu út í rokið og kalda rigninguna brugðu þeir á leik í útileiktækjunum við mikla kátínu þeirra er á horfðu.

1

bottom

holmavik/leikskolinn/350-leikjolaball3.jpg

holmavik/leikskolinn/350-leikjolaball4.jpg

holmavik/leikskolinn/500-leikjolaball1.jpg

holmavik/leikskolinn/350-leikjolaball2.jpg

holmavik/leikskolinn/500-leikjolaball5.jpg