Það var mikið um að vera síðustu helgi þar sem Mótorkrossfélag Geislans var að vinna í æfingar- og keppnisbraut fyrir mótorkrosshjól sem fengið hefur nafnið Skeljavíkurbraut. Miklu efni var keyrt í brautina, ræsi smíðað og sett niður og ýtustjórinn Eddi náði þeim áfanga að tengja saman nýja og gamla hluta brautarinnar. Skeljavíkurbraut er við vestanverðan og ofanverðan flugvallarendann, rétt í grennd við Hólmavík, í landi Kálfaness og Skeljavíkur á bökkum Hvítár sem er lækur sem skiptir löndum milli jarðanna. Ætlunin er að félagið standi þarna fyrir mótum strax í sumar, en brautin er 1400 m. löng.
Vefur félagsins með frekari upplýsingum er á slóðinni www.123.is/strandir.