21/12/2024

Geislinn gefur Skólahreysti-tæki


Fimmtudaginn 4. júlí verða vígð Skólahreysti-tæki sem Ungmennafélagið Geislinn hefur keypt fyrir grunnskólabörn á Hólmavík. Vígslan mun fara fram á milli klukkan 11:00 og 12:00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verður hægt að æfa sig í hreystigreipi, upphífingum, armbeygjum og dýfingum auk þess að spreyta sig á þrautabraut. Tímataka og talningar verða í boði fyrir þá sem vilja og eru allir velkomnir.