22/11/2024

Gáum til veðurs

eiríkurvald

Fræslumiðstöð Vestfjarða auglýsir nú nýtt námskeið sem verður kennt á Hólmavík og fjarkennt til annarar staða á Vestfjörðum. Það hefur yfirskriftina Gáum til veðurs og hefst 17. nóvember. Á námskeiðinu verður fjallað um hæfileikann að gá til veðurs út frá þeim aðferðum sem fyrri kynslóðir lærðu og þróuðu með sér svo öldum skiptir. Ekki er um eiginleg vísindi að ræða heldur fyrst og fremst hæfnina til að gá til veðurs og spá fyrir um það, með þeim ráðum sem veðurglöggt fólk beitti. Auk þess eru veðurspár í þjóðtrú teknar til umfjöllunar. Það er Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur á Hólmavík sem kennir á námskeiðinu, en skráningar fara fram á vef Fræðslumiðstöðvarinnar.

Kennari: Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur.
Tími: Kennt þriðjudaga kl. 20:00-22:00. Hefst 17. nóvember.
Lengd: 9 kennslustundir (3 skipti).
Staður: Hólmavík, fjarkennt til Ísafjarðar, Patreksfjarðar og Bíldudals.
Verð: 12.700 kr.