22/11/2024

Garðfuglaskoðun 2010 um næstu helgi

300-gratranaDagana 29. janúar – 1. febrúar 2010 stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun, sem nú er einn af árvissum viðburðum sem félagið stendur fyrir. Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í garðfuglaskoðun 2010, sérstaklega þeir sem gefa fuglum í görðum sínum. Þeir Íslendingar sem gefa fuglum að vetri til teljast örugglega í þúsundum. Markmið garðfuglaskoðunar er að fá sem flesta til þess að skoða fugla í görðum sínum og vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana. Fá fólk til þess að fóðra fugla, vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Ennfremur er markmiðið að afla upplýsinga um fugla í görðum landsmanna, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni.

Nánari upplýsingar um garðfuglaskoðun er að finna á Garðfuglavefnum:
http://www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra. Á Garðfuglavefnum má einnig senda inn niðurstöður garðfuglaskoðunar (rafræn skráning), sjá http://www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/takatatt.html. Menn eru hvattir til að nýta sér rafrænu skráninguna.