22/12/2024

Gamlársmót í fótbolta

Stórmót í fótbolta, gamlársmótið svokallaða, verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 30. desember. Hefst mótið kl 10:30 og getur skráning liða farið fram hér á spjallinu á strandir.saudfjarsetur.is eða bara á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að vera með klárt lið eða vera liðsmaður, nóg er að mæta á staðinn og verða búin til lið þar. Bakkelsi og kaffi á staðnum.