22/12/2024

Gamlársboltinn

Gamlársdagsmót í innanhúsbolta var haldið öðru sinni í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík á gamlársdag. Í fyrsta sæti varð liðið Kolli FC, sem einnig sigraði á síðasta ári. Það var skipað Kolla, Þórhalli, Bjarka Einars, Steinari Inga og Smára Vals. Alls tóku sex lið eða 34 manns þátt í mótinu. Kaffi og bakkelsi í boði Myllunar var á boðstólu fyrir keppendur mótsins og aðra gesti Íþróttamiðstöðvarinnar á gamlársdag.

Úrslitin urðu annars þessi:

1. sæti. "Kolli FC" en það lið  var skipað þeim Kolla, Þórhalli, Bjarka Einars, Steinari Inga og Smára Vals.

2. sæti. "Smári Allstaðar", Smári Jó., Rikki, Elli Breiðfjörð, Gvendur Viktor og Kristján Páll.

3. sæti. "Trillukallarnir" , Bjössi P., Keli, Jónsi, Hafþór, Þórólfur og Ingvar Péturs.

Önnur lið voru: Kennarar, Stuðmenn og Neistinn Drangsnesi.

Ljósm. Ingimundur Pálsson