22/12/2024

Galdrahúsið á Hólmavík málað

Galdramenn á Ströndum hafa nú hafist handa við að mála Galdrasýningarhúsið á Hólmavík og nota öllum að óvörum til þess hefðbundnar aðferðir, stiga, kústa og pensla. Sigurður Atlason framkvæmdastjóri sýningarinnar sást í morgun prúðbúinn uppi á þaki og mundaði hann pensilinn fagmannalega. Á sama tíma var hinn sami Sigurður að róta með skóflu í garðinum og einnig dundaði þjóð- og umhverfisfræðingurinn Björk Bjarnadóttir við að færa til tröllvaxin björg til að girða galdragarðinn af. Á síðustu dögum hefur umhverfi sýningarinnar tekið miklum framförum og lokið ýmsum vorverkum. Mikill gestagangur hefur líka verið á sýningunni í maí, en hún opnar formlega þann 1. júní næstkomandi og verður opin fram á 15. september milli kl. 10:00-18:00 alla daga.

Galdasafnið málað og dyttað að umhverfinu – ljósm. Ásdís Jónsdóttir