22/11/2024

Gagnlegar upplýsingar fyrir kjósendur í prófkjöri Samfylkingarinnar

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið helgina 28. – 29. október n.k. Prófkjörið fer fram í sextán kjördeildum laugardaginn 28. október kl. 12:00 – 18:00 og sunnudaginn 29. október kl. 10:00 -12:00. Talning fer fram á sunnudeginum í Brekkubæjarskóla á Akranesi.

Kjörstaðir
Á vef kjördæmisins, www.xi.is, eru m.a. upplýsingar um þá 16 kjörstaði sem er að finna í kjördæminu. Athugaðu að ef þú ert stödd/staddur í nágrenni við annan kjörstað en þinn eiginn getur þú kosið þar og er þá farið með þitt atkvæði sem utankjörfundaratkvæði.

Kosið utan kjörfundar
Á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík gefst þeim sem lögheimili eiga í kjördæminu kostur á að kjósa utan kjörfundar alla virku dagana í prófkjörsvikunni.
Þeir sem eru að heiman kjördagana eða eiga ekki heimangengt geta óskað eftir því að fá send kjörgögn á lögheimili sitt. Þá er haft samband við tengilið kjörstjórnar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en það er Ingvar Ingvarsson: brakey@internet.is, s. 862-1538.
Þegar gögnin eru fengin og búið að kjósa er atkvæðinu hægt að koma til skila með pósti eða fá góðan vin til að koma því á kjörstað. Athugið þó að póstleggja ekki seinna en fimmtudaginn 26. október. Sjá nánari leiðbeiningar um meðferð utankjörfundaratkvæða á XS.IS.

Hverjir geta tekið þátt?
Allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Stuðningsyfirlýsingin kostar ekkert og hefur engar skulbindingar í för með sér. Einnig er með auðveldum hætti hægt að gerast félagi í Samfylkingunni með því að skrá sig á vefnum XS.IS.
Hvernig skal kosið
Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kjósandi skal merkja við hvorki fleiri né færri en fjögur nöfn á kjörseðlinum með tölustöfunum 1, 2, 3 og 4. Skal hann setja tölustafinn 1 við það nafn sem hann vill hafa í fyrsta sæti framboðslistans, 2 við það nafn sem hann vill hafa í öðru sæti, o.s.frv.. Merki kjósandi með öðrum hætti á kjörseðilinn er hann ógildur.

Kjördeildir – frá norðri til suðurs
Kjörfundir verða opnir sem hér segir:
Laugardaginn 28.10.2006 kl. 12:00 til 18:00
Sunnudaginn  29.10.2006 kl. 10:00 til 12:00
Sauðárkrókur
Kjörstaður: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Blönduós
Kjörstaður: Þverbraut 1 (Ósbær).
Hvammstangi
Kjörstaður: Félagsheimilið Hvammstanga, niðri.
Bolungarvík
Kjörstaður: Salur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Hafnargötu 36.
Ísafjörður & Flateyri
Kjörstaður: Edinborgarhúsið.
Suðureyri
Kjörstaður: Bjarnaborg.
Þingeyri.
Kjörstaður: Félagsheimilið.
Tálknafjörður
Kjörstaður: Miðtúni 3
Patreksfjörður
Kjörstaður: Zero við Eyrargötu.
Hólmavík
Kjörstaður: Félagsheimilið, anddyri.
Stykkishólmur
Kjörstaður: Verkalýðshúsið Stykkishólmi.
Grundarfjörður
Kjörstaður: Verkalýðshúsið Stjarnan.
Ólafsvík
Kjörstaður: Mettubúð.
Bifröst
Kjörstaður: Strokkur, kjallara Hamragarða við Háskólann á Bifröst. 
Borgarnes
Kjörstaður: Alþýðuhúsið við Sæunnargötu.
Akranes
Kjörstaður: Jónsbúð.


Gagnlegar upplýsingar
Formaður Kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis
Geir Guðjónsson: geirgudj@hi.is, 431-3686, 698-1036.

Kjörnefnd Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
• Eggert Herbertsson, formaður, Akranesi: eggert@tolva.is, 557-9890, 860-7910.
• Guðrún Helgadóttir, Skagafirði: gudr@holar.is, 453-6585, 864-3935.
• Védís Jóhanna Geirsdóttir, Ísafjarðarbæ: vedis@isafjordur.is, 456-5398, gsm 848-9053.

• Jónas Þór, Vesturbyggð: thorjonas@internet.is, 867-1638. 
• Þóra Kristín Magnúsdóttir, Snæfellsbæ: thoram@simnet.is, 435-6707, 892-2986.

Formaður Samfylkingarfélagsins á Akranesi
Hrafnkell Proppe: hrafnkell@almenna.is, vs. 431-1785, 892-2698.

Trúnaðarmaður kjörstjórnar á Akranesi og tengiliður vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
Ingvar Ingvarsson: brakey@internet.is, s. 862-1538.

Starfsmaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og vefstjóri:
Kristinn Pétursson: kristinn@romarvefurinn.is, s. 695-8884.