30/10/2024

Fyrsti jólasveinninn kemur í nótt

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í nótt og ef að líkum lætur verður Stekkjarstaur fyrstur að venju. Við á strandir.saudfjarsetur.is munum fylgjast grannt með ferðum sveinanna og greina frá því hvort þeir komist klakklaust til byggða. Ljóst er að töluvert verður um skótau í gluggum á Ströndum í nótt, því við höfum haft spurnir af börnum á öllum aldri sem stóla á að fá eitthvað meira en kartöflu í skóinn. Íslensku sveinkarnir eiga í nánu samstarfi við starfsbræður sína í öðrum löndum í gegnum alþjóðasamtök jólasveina og skiptast á upplýsingum um hegðun, atferli og framkomu barna vítt og breitt um veröldina.