Kaupfélag Hólmavíkur er aldeilis búið að gera góða hluti núna undanfarið til þess að bæta aðgengi fatlaðra og annarra að verslun sinni og veitingasölu á Hólmavík sem var sameinuð í einu húsi í vor. Síðasta vetur var sett upp sjálfvirk rennihurð að versluninni, svo fólk þarf ekki að baslast við að opna og loka hurðinni sjálft. Í framhaldi af malbikun bílastæðsins við Kaupfélagið fyrr í sumar hefur fyrsta sérmerkta bílastæðið fyrir fatlaða á Hólmavík nú litið dagsins ljós, en í dag var unnið að því að merkja bílastæði við Kaupfélagið.
Bílastæði við Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík – ljósm. Dagrún Ósk