Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, flytur erindi sem hann kallar Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó í fjarfundi víða um land í hádeginu á fimmtudag. Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Samtök náttúrustofa standa að og eru opin öllum sem áhuga hafa. Erindið verður meðal annars aðgengilegt í fjarfundi í Þróunarsetrinu á Hólmavík frá kl. 12:15-12:45 fimmtudaginn 23. febrúar. Á Ströndum er m.a. mikil lundabyggð í Grímsey og einnig er lundi í Broddaneseyju.