22/12/2024

Fyrirlestur um lífríki íslenskra linda

 Fimmtudaginn 29. mars næstkomandi verður fræðsluerindi í röð fræðsluerinda Náttúrustofanna (SNS). Þá flytur Bjarni K. Kristjánsson erindi sem hann kallar "Lífríki íslenskra linda". Þar fjallar hann um vistfræðilega þætti sem geta haft áhrif á þróun og mótun líffræðilegrar fjölbreytni í tengslum við þróun og myndun tegunda. Einnig hver áhrif það hefur á mótun samfélagsgerða í lækjum. Erindið verður aðgengilegt í fjarfundarbúnaði, sem nú er á efstu hæð Þróunarsetursins, Höfðagötu 3, Hólmavík.