23/12/2024

Fyrirheit komin á Strandir

Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson mun hefja sölu á nýútkominni sólóplötu sinni Fyrirheit í Kolaportinu á Hólmavík á morgun frá klukkan 14:00 – 18:00. Bjarni hélt eftirminnilega útgáfutónleika þann 18. október sl. án þess að platan hefði þá borist til landsins. Síðan þá hafa margir beðið óþreyjufullir eftir að platan kæmi í sölu. Að sjálfsögðu eru það Hólmvíkingar sem fyrstir eiga þess kost að tryggja sér gripinn en plötunni verður almennt ekki dreift fyrr en eftir helgina. Bjarni sem sjálfur er útgefandi og dreifingaraðili mun auk sölunnar árita plötuna fyrir kaupendur.