22/12/2024

Fyrirheit Bjarna Ómars komið út

Fyrirheit Bjarna Ómars Haraldssonar tónlistarmanns á Hólmavík er komið út. Það er annar geisladiskur Bjarna Ómars. Í þessu myndbandi er að finna viðtal sem Sigurður Atlason tók við hann af tilefni útgáfunnar. Einnig birtast svipmyndir frá útgáfutónleikunum fyrir skemmstu. Diskurinn er til sölu hjá Bjarna Ómari í síma 892 4666.