22/12/2024

Fullt hús á Gísla á Uppsölum

gisliuppsolum

Fullt hús var á vel heppnaðri sýningu Kómedíuleikhússins á Gísla á Uppsölum, en leikritið var sýnt í Sauðfjársetrinu í Sævangi á fimmtudagskvöld. Voru gestir mjög ánægðir með sýninguna og skemmtilegt spjall um Gísla á eftir. Sögðu margir að leikritið væri bæði innilegt og einlægt og túlkun Elfars Loga Hannessonar á Gísla væri afar vel unnin.