30/10/2024

Fuglahræðukast og brúsahlaup

580-krafta7Á sunnudaginn fór fram árleg kraftakeppni á vegum Sauðfjársetursins í Sævangi undir heitinu Kraftar í kögglum. Reyndu heimamenn og gestir þar með sér í fjórum kraftagreinum – brúsahlaupi, fuglahræðukasti, Sævangslyftu og dráttarvéladrætti. Keppnin er hugsuð sem leikur og skemmtun fremur en háalvarleg kraftakeppni, en það kemur ekki í veg fyrir að menn geri sitt allra besta. Það var Arnar Kristjánsson frá Ármúla sem sigraði í karlaflokki, en jafnir í 2.-3. sæti urðu Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Ragnar Frank.  Í kvennaflokki sigraði Anna Linda Sigurðardóttir, Svanhildur Jónsdóttir á Hólmavík varð önnur og Úlla Pedersen varð þriðja.

580-krafta9 580-krafta8 580-krafta7 580-krafta6 580-krafta5 580-krafta4 580-krafta3 580-krafta2 580-krafta1

Ljósm. Agnes Jónsdóttir og Ásdís Jónsdóttir