30/10/2024

FTF dreift í sveitirnar á morgun

Fréttablaðinu Fréttirnar til fólksins sem er gefið út af Hólmavíkurhreppi var dreift á Hólmavík fyrir síðustu helgi. Blaðið hefur ekki enn farið í dreifingu út fyrir kauptúnið vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna. Að sögn Kristínar S. Einarsdóttur ritstjóra FTF verður bætt úr málinu á morgun en þá fer blaðið í dreifingu í sveitirnar í kringum Hólmavík. Nýjasta blað FTF er 26. tölublaðið og forsíðan er undirlögð mjög vel heppnuðum kvennafrídegi á Hólmavík þar sem föngulegur kvenpeningurinn er ýmist kappklæddur eða hálfnakinn. Einnig er meðal efnis í blaðinu þrjár fundargerðir hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps frá því í haust.