16/11/2024

Friðartré gróðursett á Hólmavík


Friðarhlaupið kom við á Ströndum í dag og til Hólmavíkur fylgdi hópur Strandamanna hlaupurunum síðasta spölin. Í tilefni af komu þeirra var gróðursett reynitré á flötinni neðan við vitann á Hólmavík – friðartré. Nemendur Vinnuskóla Strandabyggðar höfðu undirbúið jarðveginn, fundið til plöntu og gert allt klárt fyrir gróðursetninguna. Starfsmenn áhaldahússins höfðu einnig útbúið trésklti sem á var festur álskjöldur með skilaboðum frá Shri Chinmoy, stofnanda Friðarhlaupsins: "Friðarstund getur og mun bjarga heiminum". Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur fólk til að bera boðskapinn áfram og rækta friðinn.