22/12/2024

Frí námsgögn í Grunnskólanum á Hólmavík

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var samþykkt tillaga fræðslunefndar að námsgögn og ritföng við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið bætist því í hóp margra annarra sem ákveðið hafa sama fyrirkomulag. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.