22/12/2024

Fréttirnar til fólksins

Nú á föstudaginn kom út fréttablað frá Hólmavíkurhreppi, Fréttirnar til fólksins, en nokkur hlé hefur verið á útgáfu þess. Um er að ræða 8 síðna ljósritað blað þar sem finna má margvíslegar fréttir og auglýsingar, auk þess sem þrjár fundargerðir hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps eru birtar. Eru þær frá fundum 20. september, 11. október og 25. október. Ritstjóri Fréttanna til fólksins er hreppsnefndarmaðurinn og kennarinn Kristín Sigurrós Einarsdóttir.