23/12/2024

Frestur til að sækja um í Húsafriðunarsjóð til 1. desember

Frestur til að sækja um í Húsafriðunarsjóð vegna ársins 2010 rennur út 1. desember. Á vefsíðu sjóðsins er að finna nánari upplýsingar og umsóknareyðublað. Tilvonandi umsækjendur eru hvattir til að kynna sér gögnin og hefjast handa við umsóknagerð í tæka tíð. Samkvæmt heimasíðu Húsafriðunarsjóðs er hlutverk hans skilgreint í 17. gr. laga um húsafriðun, en það felst fyrst og fremst í að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum.


Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum og útgáfu rita um þær.

 Hér má finna reglur um úthlutun úr Húsafriðunarsjóði.