22/12/2024

Framsókn með fund á Hólmavík

Nú má búast við því að frambjóðendur fyrir alþingiskosningar fari að mæta á Strandir til að halda kynningarfundi, en ekki hefur þó frést af sameiginlegum fundi framboðanna eins og yfirleitt hefur verið. Efstu menn á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verða með almennan fund á Cafe Riis á Hólmavík nú á laugardaginn 21. apríl og hefst hann kl. 11:00. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnir þar stefnumál flokksins og umræður verða.